Snerist um hugarfarið

Ómar Ingi Magnússon skorar gegn Portúgal.
Ómar Ingi Magnússon skorar gegn Portúgal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í síðari hálfleik settum við smá hjarta í hlutina,“ sagði landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon um muninn á frammistöðu íslenska liðsins í fyrri og síðari hálfleik gegn Portúgal í gær. Gestirnir voru yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12, en Ísland vann 32:23.

„Ég held að það hafi vantað smá vilja hjá okkur framan af leik. Þetta var svolítið dauft og við sóttum ekki almennilega á markið. Ég held að það hafi snúist um hugarfarið,“ sagði Ómar Ingi þegar Morgunblaðið ræddi við hann á Ásvöllum að leiknum loknum og bætti við á heimspekilegum nótum: „Við vorum þarna en samt ekki.“

Ómar sagði að rétt eins og eftir alla landsleiki væri hægt að finna ýmislegt sem liðið gæti gert betur bæði í vörn og sókn. „Ég er viss um að það er fullt af atriðum sem við munum kíkja á. Sérstaklega ef maður hugsar til þeirra dauðafæra sem við klúðruðum í fyrri hálfleik. Það leit ekkert allt of vel út og hefðum við nýtt þau hefði staðan verið aðeins skárri eftir fyrri hálfleik.“

Nánar er rætt við Ómar og fjallað um landsleikinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »