Nice í viðræðum við United

Jesse Lingard á að baki 210 leiki fyrir Manchester United.
Jesse Lingard á að baki 210 leiki fyrir Manchester United. AFP

Franska knattspyrnufélagið Nice vill fá Jesse Lingard, sóknarmann Manchester United, að láni en Lingard hefur ekki átt fast sæti í liði United á tímabilinu.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Lingard, sem er 28 ára gamall, er uppalinn í Manchester.

Lingard hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með United á tímabilinu en hann á ennþá eftir að spila sinn fysta deildarleik á leiktíðinni.

Hann hefur leikið með United allan sinn feril en hefur farið á láni til Leicester, Birmingham, Brighton og Derby.

Alls á hann að baki 210 leiki fyrir United þar sem hann hefur skorað 33 mörk og lagt upp önnur 20. Þá á hann að baki 24 landsleiki fyrir England.

Nice er í þrettánda sæti frönsku 1. deildarinnar en forráðamenn United eiga eftir að taka ákvörðun um það hvort Lingard verði lánaður frá félaginu.

mbl.is