Blóðtaka fyrir Akureyringa

Martha Hermannsdóttir verður ekki meira með KA/Þór á þessari leiktíð.
Martha Hermannsdóttir verður ekki meira með KA/Þór á þessari leiktíð. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA/Þór varð fyrir miklu áfalli þegar að í ljós kom að Martha Hermannsdóttir verður ekki meira með liðinu á þessu tímabili vegna meiðsla á hæl.

Greint var frá þessu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 í kvöld. Martha hefur verið besti leikmaður KA/Þórs síðustu ár og einn besti leikmaður Olísdeildarinnar.

Martha skoraði 95 mörk í átján leikjum á síðustu leiktíð en KA/Þór endaði í sjötta sæti Olísdeildarinnar og fór í bikarúrslit.

mbl.is