Mikil blóðtaka fyrir nýliðana

Britney Cots.
Britney Cots. Ljósmynd/FH

Nýliðar FH í Olísdeild kvenna í handknattleik hafa orðið fyrir blóðtöku en langmarkahæsti leikmaður liðsins er meiddur og verður fjarverandi í næstu leikjum.

Britney Cotts skoraði 25 mörk í fyrstu þremur leikjum FH í vetur sem töpuðust þó allir og var ekki með liðinu í 33:21-tapinu gegn HK í gær. Hún var markahæsti leikmaður deildarinnar áður en Íslandsmótið hófst aftur í gær en FH er á botni deildarinnar án stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Jakob Lárusson, þjálfari FH, sagði í samtali við handbolta.is að Cots væri á leiðinni í læknisskoðun eftir helgi en hún verður líklega ekki með í næstu tveimur leikjum, gegn stórliðum Vals og Fram. Cots er landsliðskona Senegals og á sínu öðru keppnistímabili með FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert