Valur ekki í neinum vandræðum með nýliðana

Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val.
Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val. mbl.is/Árni Sæberg

Valur átti ekki í neinum vandræðum með að vinna FH, 37:15, í Olísdeild kvenna í handbolta í Kaplakrika í kvöld. 

Valur komst í 6:1 snemma leiks og var FH ekki líklegt til að jafna eftir það en staðan í hálfleik var 15:7, Val í vil. 

Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Val, Ásdís Þóra Ágústsdóttir gerði sex og Þórey Anna Ásgeirsdóttir fimm. Emilía Ósk Steinarsdóttir skoraði sex mörk fyrir FH og Fanney Þóra Þórsdóttir bætti við fimm.

Með sigrinum náði Valur tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar en Fram á leik til góða og getur jafnað Valsliðið á toppnum. FH er á botninum án stiga.  

mbl.is