Verður lærisveinn Guðmundar í Þýskalandi

Elvar Örn Jónsson er á leið til Þýskalands.
Elvar Örn Jónsson er á leið til Þýskalands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson mun ganga til liðs við þýska handknattleiksfélagið Melsungen eftir tímabilið en landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Melsungen.

Það er Vísir.is sem greinir frá þessu en Elvar er samningsbundinn Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Elvar, sem er 23 ára gamall, er uppalinn á Selfossi en hann hélt út í atvinnumennsku eftir tímabilið 2019.

Hann er á sínu öðru tímabili í Danmörku en hann hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin tvö ár.

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er einnig samningsbundinn Melsungen en þýska liðið er í þrettánda sæti þýsku 1. deildarinnar með 13 stig.

Liðið hefur þó einungis leikið tíu leiki þar sem nokkrum leikjum liðsins var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum félagsins en Flensburg, topplið deildarinnar, hefur leikið fjórtán leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert