Alexander er farinn frá Löwen til Flensburg

Alexander Petersson í leik Íslands og Portúgals á HM í …
Alexander Petersson í leik Íslands og Portúgals á HM í Egyptalandi. AFP

Alexander Petersson landsliðsmaður í handknattleik þegar genginn til liðs við þýska toppliðið Flensburg og er farinn frá Rhein-Neckar Löwen.

Fregnir voru af því í morgun að hann færi til Flensburg eftir þetta tímabil en hann skýrði sjálfur frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann væri búinn að yfirgefa Löwen og væri í þann veginn að að semja við Flensburg til loka yfirstandandi tímabils.

Samningur Alexanders átti að gilda út þetta tímabil en hann skýrir frá því að félagið glími við mikla fjárhagsörðugleika vegna kórónuveirufaraldursins og þá hefði verið ljóst að hann hefði ekki fengið nýjan samning að þessu tímabili loknu, þar sem félagið hefði sett sér það markmið að yngja upp í leikmannahópnum. Þetta hafi því verið farsæl lausn fyrir báða aðila.

Alexander segir í kveðju til stuðningsmanna Löwen að það sé afar erfitt að yfirgefa félagið eftir að hafa átt níu frábær ár með því þar sem það hafi unnið titla og fest sig í sessi í fremstu röð.

Alexander lék áður með Flensburg á árunum 2007 til 2010 en hann verður 41 árs gamall í sumar. Flensburg er efst í þýsku 1. deildinni, með tveggja stiga forskot á Rhein-Neckar Löwen, og á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert