Fertugur landsliðsmaður á leið til Flensburg

Alexander Petersson í leik með íslenska karlalandsliðinu á HM í …
Alexander Petersson í leik með íslenska karlalandsliðinu á HM í Egyptalandi á dögunum. AFP

Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson er á leið til þýska handknattleiksfélagsins Flensburg og mun hann ganga til liðs við félagið eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi en samningur hans við Rhein Neckar-Löwen rennur út næsta sumar.

Þetta kom fram í Flensburger Tageblatt í morgun en handbolti.is greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessu.

Alexander, sem er fertugur, lék með Flensburg frá 2007 til ársins 2010 en þaðan gekk hann til liðs við Füchse Berlin.

Hann samdi svo við Rhein Neckar-Löwen árið 2012 og hefur leikið með Ljónunum allar götur síðan þar sem hann hefur tvívegis orðið Þýskalandsmeistari.

Alexander er ætlað að fylla skarð þýska landsliðsmannsins Franks Sampers sem sleit krossband á dögunum en Flensburg er í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar með 25 stig eftir fjórtán leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert