Framarar skoruðu fjörutíu og eitt mark

Úr leik Fram og FH í Safamýrinni í dag.
Úr leik Fram og FH í Safamýrinni í dag. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Fram vann öruggan tuttugu og eins marka sigur gegn botnliði FH í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag, 41:20. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks áður en heimakonur sigu framúr eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn í Framhúsinu.

Staðan var orðin 19:11 í hálfleik, Framkonum í vil, og áttu þær heldur betur eftir að bæta í eftir hlé. Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst Framara með 12 mörk úr 12 skotum, Karólína Bæhrenz var næst með 11 mörk úr 13 skotum og Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði níu mörk úr 12 skotum. Í liði gestanna skoraði Emilía Ósk Steinarsdóttir níu mörk og Britney Cots átta mörk.

Fram er nú við hlið Vals á toppi deildarinnar með átta stig en Valskonur eiga leik til góða, mæta KA/Þór á mánudaginn. FH er á botninum, í áttunda sæti og án stiga eftir sex leiki.

Karólína Bæhrenz skýtur að marki FH-inga í Framhúsinu í dag. …
Karólína Bæhrenz skýtur að marki FH-inga í Framhúsinu í dag. Hún skoraði 11 mörk fyrir heimakonur. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert