FH ekki í vandræðum með Gróttu

Ásbjörn Friðriksson skoraði átta mörk fyrir FH og sækir hér …
Ásbjörn Friðriksson skoraði átta mörk fyrir FH og sækir hér að Gróttuvörninni í leiknum í dag. Mbl.is/ Íris Jóhannsdóttir

FH vann 31:22-sigur á Gróttu í 5. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, í Kaplakrika í dag. Um var að ræða fyrsta leik liðanna í nokkra mánuði eftir langt hlé á mótinu vegna kórónuveirufaraldursins.

Það voru gestirnir sem hófu leikinn af krafti og náðu 7:5-forystu á 14. mínútu og tóku heimamenn þá á það ráð að taka leikhlé. Það svínvirkaði. FH skoraði sex mörk í röð, sneri taflinu sér í vil og leit ekki aftur um öxl en staðan var 17:11 í hálfleik.

FH var mest 13 mörkum yfir, 24:11, á 43. mínútu en liðið slakaði aðeins á klónni eftir það enda sigurinn í engri hættu. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur með átta mörk, þar af eitt úr vítakasti, en Birgir Már Birgisson var næstur í liði FH með fimm mörk. Jóhann Reynir Gunnlaugsson skoraði fimm mörk fyrir Gróttu en Andri Þór Helgason var næstur með fjögur, öll úr vítum.

FH 31:22 Grótta opna loka
60. mín. Leik lokið FH-ingar vinna hér sannfærandi sigur í þessum fyrsta leik liðanna eftir langt hlé.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert