Leik Vals og Þórs frestað

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals í handknattleik karla.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals í handknattleik karla. mbl.is/Sigfús Gunnar

Leik Vals og Þórs í Olísdeild karla í handknattleik hefur verið frestað. Leikurinn átti að fara fram klukkan 15:00 í Origo-höllinni á Hlíðarenda í dag en getur ekki farið fram vegna ófærðar fyrir norðan.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ en þar segir jafnframt að unnið sé að því að finna nýjan leiktíma.

Í gær var tilkynnt að leik Vals og KA/Þórs í Olísdeild kvenna hefði verið frestað af sömu orsökum. Sá leikur átti að fara fram klukkan 15:00 í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gær en mun fara fram annað kvöld klukkan 18:30.

Tveir leikir fara þó fram í Olísdeild karla í dag, þeir fyrstu síðan keppni var frestað í byrjun október. ÍBV og Fram mætast í Vestmannaeyjum klukkan 13.30 og FH tekur á móti Gróttu í Kaplakrika klukkan 15.

mbl.is