Heimamaður tekur við í Kaplakrika

Guðmundur Pedersen og Magnús Sigmundsson á hliðarlínunni árið 2015.
Guðmundur Pedersen og Magnús Sigmundsson á hliðarlínunni árið 2015. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Pedersen mun aftur taka við meistaraflokki kvenna í handknattleik hjá FH en FH greinir frá þessu á samfélagsmiðlum. 

Jakob Lárusson sagði upp sem þjálfari liðsins og Guðmundur mun stýra liðinu út tímabilið en hann stýrði kvennaliði FH fyrir nokkrum árum. 

Guðmundur var þekktur leikmaður á Íslandsmótinu á sínum tíma og lék yfir 500 leiki fyrir FH í vinstra horninu. 

mbl.is