Landsliðsmaður framlengir í Þýskalandi

Bjarki Már Elísson er búinn að framlengja við Lemgo.
Bjarki Már Elísson er búinn að framlengja við Lemgo. AFP

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksfélagið Lemgo. Nýi samningurinn gildir til júníloka árið 2022. 

Bjarki kom til Lemgo frá Füchse Berlin árið 2019 og varð markakóngur þýsku 1. deildarinnar á sínu fyrsta tímabili með Lemgo þegar hann skoraði 206 mörk í 27 leikjum. 

Hornamaðurinn er sem stendur í þriðja sæti yfir markahæstu menn deildarinnar með 107 mörk en Viggó Kristjánsson er með 123 í toppsætinu.

Bjarki var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM í Egyptalandi með 39 mörk. Lemgo er í 12. sæti þýsku deildarinnar með fimmtán stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert