Erum búnar að vera oft í startholunum

Landsliðskonurnar brugðu á leik í fótbolta á æfingunni í gær.
Landsliðskonurnar brugðu á leik í fótbolta á æfingunni í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik býr sig nú undir að taka þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins, sem fer fram í Norður-Makedóníu dagana 19. – 21. mars næstkomandi. Ísland er með heimakonum í Norður-Makedóníu í riðli 2, ásamt Litháen og Grikklandi. Tvö lið fara áfram úr riðlinum í umspil um laust sæti á HM 2021, sem áætlað er að fari fram í desember á Spáni.

Upphaflega átti undankeppnin að fara fram í byrjun desember og var ráðgert að landsliðið kæmi saman í Vestmannaeyjum dagana 28. september til 3. október til þess að hefja undirbúning fyrir undankeppnina. Bæði æfingunum í Vestmannaeyjum og leikjunum í Norður-Makedóníu var hins vegar frestað í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Á síðasta ári náði íslenska landsliðið því einungis að hittast einu sinni til æfinga, þar sem æfingar hófust um miðjan júní og stóðu út þann mánuð, og spilaði liðið ekki einn einasta leik á árinu. Það voru því miklir fagnaðarfundir í vikunni þegar landsliðið kom loks saman til æfinga á höfuðborgarsvæðinu og hóf undirbúning fyrir undankeppnina í næsta mánuði, en æfingar liðsins standa yfir frá 17. til 21. febrúar.

Allt kemur fyrir ekki

„Það er mjög mikil tilhlökkun í hópnum. Það hefur verið mjög skemmtilegt að hitta allar stelpurnar aftur og fá loksins að æfa saman. Við erum búnar að vera nokkuð oft í startholunum, þ.e. nálægt því að fara að æfa en allt kemur fyrir ekki. Það er ótrúlega gaman að fá þessa daga og mjög mikilvægt að fá að spila okkur saman og aðeins fá að rifja þetta allt saman upp,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, vinstri skytta í liði Stjörnunnar, í samtali við Morgunblaðið rétt fyrir æfingu landsliðsins í Víkinni í gær.

Nánar er rætt við Helenu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »