Botnliðið stóð vel í toppliðinu

Darri Aronsson sækir að marki ÍR í kvöld en hann …
Darri Aronsson sækir að marki ÍR í kvöld en hann skoraði 6 mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar sigruðu ÍR 29:26 í Olís-deild karla í handknattleik í Austurbergi í kvöld og hefur ÍR þá tapað fyrstu ellefu leikjunum. 

ÍR eru því skiljanlega á botni deildarinnar en Haukar endurheimtu toppsætið með sigrinum. Haukar eru með 17 stig eftir tíu leiki. 

Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn 13:13 og jafnt var 24:24 þegar innan við tíu mínútur voru eftir. Haukarnir náðu að komast yfir á lokamínútunum og landa sigri. 

Darri Aronsson og Orri Freyr Þorkelsson skoruðu mest fyrir Hauka en þeir skoruðu 6 mörk hvor. Sveinn Brynjar Agnarsson átti stórleik fyrir ÍR í hægra horninu og skoraði 10 mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert