Ekki framlengt við Íslendingana í Þýskalandi

Aron Rafn Eðvarðsson yfirgefur Bietigheim eftir leiktíðina.
Aron Rafn Eðvarðsson yfirgefur Bietigheim eftir leiktíðina. mbl.is/Árni Sæberg

Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og þjálfarinn Hannes Jón Jónsson yfirgefa þýska B-deildarfélagið Bietigheim eftir tímabilið. Konstantin Poltrum leysir Aron af hólmi og Iker Romero tekur við stjórn liðsins af Hannesi.

Aron Rafn staðfesti tíðindin við handbolta.is í dag. „Mér var tilkynnt um þetta nýlega. Nú er ég að líta í kringum mig og sjá hvað er í boði,“ sagði Aron Rafn við netmiðilinn, en hann hefur verið orðaður við uppeldisfélagið sitt Hauka.

Markvörðurinn hefur leikið 84 A-landsleiki, en hann kom til Bietigheim frá Hamburg fyrir ári síðan.

Hannes Jón hefur þjálfað liðið frá febrúar 2019. Áður þjálfaði hann West Wien í Austurríki og lék m.a. með Hannover-Burgdorf og Eisenach í Þýskalandi.

mbl.is