Framlengdi við Stjörnuna um þrjú ár

Leó Snær Pétursson í leik með Stjörnunni gegn Þór í …
Leó Snær Pétursson í leik með Stjörnunni gegn Þór í vetur. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksmaðurinn Leó Snær Pétursson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um þrjú ár og er því samningsbundinn Garðabæjarfélaginu til ársins 2024.

Leó Snær er 28 ára gamall hornamaður, uppalinn hjá HK þar sem hann spilaði til 2015 og varð Íslandsmeistari með Kópavogsliðinu árið 2012. Hann fór síðan til Svíþjóðar og lék með Malmö í tvö ár en hefur síðan leikið með Stjörnunni frá 2017.

Á þessu tímabili er Leó næstmarkahæsti leikmaður Stjörnunnar með 44 mörk í 11 leikjum og á síðasta tímabili varð hann einnig næstmarkahæstur, þá með 105 mörk í 20 leikjum.

mbl.is