Íslendingarnir fengu afar óvæntan skell

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur fyrir Gummersbach.
Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur fyrir Gummersbach. AFP

Íslendingaliðið Gummersbach tapaði afar óvænt fyrir Fürstenfeldbruck í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld, 25:32.

Elliði Snær Viðarsson leikur með liðinu og Eyjamaðurinn skoraði fjögur mörk. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach.

Gummerbach er í öðru sæti deildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Hamburg en liðin mætast í toppslag í næstu umferð. Fürstenfeldbruck er enn í neðsta sæti deildarinnar þrátt fyrir sigurinn með 10 stig eftir 20 leiki.

mbl.is