Kórónaði stórleik með vörslu frá Rúnari

Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum.
Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum. AFP

Ribe-Esbjerg og GOG skildu jöfn, 28:28, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Íslendingar voru áberandi hjá báðum liðum. 

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í markinu hjá GOG og varði 20 skot, þar af eitt víti. Hann var með rúmlega 42 prósenta markvörslu. Hann tryggði GOG jafntefli með að verja lokaskot leiksins frá Rúnari Kárasyni. 

Rúnar skoraði fjögur mörk fyrir Ribe-Esbjerg en Daníel Þór Ingason var markahæstur hjá liðinu með sex mörk, en hann er oftar meira áberandi í vörn. 

Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot í marki Kolding sem vann 32:27-sigur á Aarhus á heimavelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert