Annar þjálfari Þórs hættur

Þorvaldur Sigurðsson og Halldór Örn Tryggvason hafa verið saman þjálfarar …
Þorvaldur Sigurðsson og Halldór Örn Tryggvason hafa verið saman þjálfarar Þórs. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þorvaldur Sigurðsson og handknattleiksdeild Þórs hafa komist að samkomulagi um að Þorvaldur láti af störfum sem annar af tveimur þjálfurum meistaraflokks karla. Halldór Örn Tryggvason mun því stýra liðinu einn það sem eftir er af tímabilinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í dag, en þar kemur fram að Þorvaldur hætti að eigin ósk og er honum þakkað fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins í gegnum árin.

Sem fyrr segir mun Halldór Örn einn stýra liðinu út tímabilið en Þór er í neðsta sæti Olísdeildarinnar með fjögur stig eftir 11 leiki. Næsti leikur norðanmanna er gegn Aftureldingu á heimavelli á morgun.

mbl.is