Fram endurheimti toppsætið

Steinunn Björnsdóttir skoraði mest fyrir Fram.
Steinunn Björnsdóttir skoraði mest fyrir Fram. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Fram er komið aftur í toppsæti Olísdeildar kvenna í handbolta eftir 32:24-sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. 

Fram byrjaði með látum og komst í 7:1 snemma leiks og stefndi í risasigur. Haukar tóku þá við sér og var staðan í hálfleik 16:10. Haukar byrjuðu vel í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk snemma í seinni hálfleik, 20:18. 

Framarar voru hins vegar sterkari á lokakaflanum og var sigurinn að lokum afar öruggur. Fram er nú með 16 stig, eins og KA/Þór.

Steinunn Björnsdóttir skoraði átta mörk fyrir Fram og þær Karólína Bæhrenz og Ragnheiður Júlíusdóttir sex mörk hvor. Karen Helga Díönudóttir, Sara Odden og Berta Rut Harðardóttir skoruðu fimm mörk hver fyrir Hauka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert