Mikilvægur sigur í Kórnum

HK vann góðan heimasigur í dag.
HK vann góðan heimasigur í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

HK vann 28:26-sigur á Stjörnunni er liðin mættust í Kórnum í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. Með sigrinum er HK nú með sjö stig í sjöunda sæti, tveimur stigum frá ÍBV og sjö stigum fyrir ofan botnlið FH.

Heimakonur voru með fjögurra marka forystu í hálfleik, 11:7. Sigríður Hauksdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir HK en Díana Kristín Sigmarsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir skoruðu báðar fjögur. Fyrir gestina var Eva Björk Davíðsdóttir allt í öllu og skoraði 11 mörk en næst var Sólveig Lára Kjærnested með þrjú.

Stjarnan er í 4. sæti með tíu stig og gæti misst bæði Hauka og ÍBV upp fyrir sig sem eiga nú leik til góða.

Eva Björk Davíðsdóttir lék afar vel með Stjörnunni í dag.
Eva Björk Davíðsdóttir lék afar vel með Stjörnunni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is