Fékk nóg eftir tólf ár í atvinnumennsku

Rúnar Kárason á eitt hundrað landsleiki að baki en hefur …
Rúnar Kárason á eitt hundrað landsleiki að baki en hefur ekki leikið með landsliðinu frá 2018. Eggert Jóhannesson

Rúnar Kárason fékk nóg af atvinnumennsku síðasta haust en hann skrifaði undir þriggja ára samning við handknattleikslið ÍBV um síðustu helgi.

Rúnar, sem er 32 ára gamall, mun ganga til liðs við Eyjamenn þegar samningur hans við danska úrvalsdeildarfélagið Ribe-Esbjerg rennur út næsta sumar.

Örvhenta skyttan hélt út í atvinnumennsku árið 2009 og hefur leikið með þýsku liðunum Füchse Berlín, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen og Hannover-Burgdorf á atvinnumannsferli sínum, ásamt Ribe-Esbjerg.

„Ég er búinn að ganga með það í höfðinu núna frá því síðasta vor hvort það væri kannski kominn tími til þess að snúa aftur heim til Íslands,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið.

„Það var öllu skellt í lás í Danmörku síðasta vor þegar kórónuveirufaraldurinn skall á og þá fór maður að leiða hugann að því hvað maður ætti mikið eftir í Danmörku. Ég var nýbúinn að framlengja samning minn um eitt ár við Ribe-Esbjerg þar sem ég og fjölskyldan mín vorum spennt fyrir því að vera áfram í Esbjerg,“ bætti hann við.

Viðtalið í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »