Fullkominn árangur í Meistaradeildinni

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona.
Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona þegar liðið vann þægilegan 42:36-sigur gegn Motor Zaporozhye í Meistaradeildinni í handknattleik í Barcelona í kvöld.

Barcelona var með fulla stjórna á leiknum strax frá fyrstu mínútu og leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 23:18.

Dika Mem var markahæstur í liði Barcelona með fimmtán mörk en Viachaslau Bokhan skoraði ellefu mörk í liði Motor Zaporozhye.

Barcelona lýkur því riðlakeppninni með fullt hús stiga eða fjórtán sigra í fjórtán leikjum og fer því beint í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

mbl.is