Seinni hálfleikurinn Hauka á Hlíðarenda

Anton Rúnarsson stöðvaður af varnarmönnum Hauka á Hlíðarenda í kvöld.
Anton Rúnarsson stöðvaður af varnarmönnum Hauka á Hlíðarenda í kvöld. Ljósmynd/Árni Torfason

Topplið Hauka sýndi mátt sinn og megin í síðari hálfleik er liðið vann fjögurra marka sigur á Val á Hlíðarenda, 32:28, í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni.

Liðin voru jöfn allan fyrri hálfleikinn, Valsarar lengi vel skrefinu á undan, og var munurinn mestur snemma í fyrri hálfleik. Haukum tókst þó að vinna niður forystuna og jafna metin en staðan í hálfleik var 17:17. Martin Nagy var þá búinn að eiga afbragðsleik, varði níu skot fyrir hlé, en þeir Andri Sigmarsson Scheving og Björgvin Páll Gústavsson voru með tvö varin skot hver fyrir Hauka.

Áfram var leikurinn spennandi eftir hlé en þó öðruvísi að því leyti að nú voru það Haukar sem voru skrefinu á undan og að lokum stungu þeir af. Munurinn varð mestur sex mörk og vann toppliðið sanngjarnan sigur að endingu þrátt fyrir ágætan fyrri hálfleik Valsliðsins. Adam Haukur Baumruk skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Stefán Rafn Sigurmannsson sex, þar af þrjú úr vítum.

Anton Rúnarsson var markahæstur Valsara með sjö mörk en besti leikmaður heimamanna var þó Martin Nagy í markinu, sá varði 15 skot, þar af eitt vítakast.

Haukar eru nú með 25 stig á toppnum eftir 15 umferðir, sex stigum á undan FH sem á þó leik til góða. Valur er í 5. sætinu með 17 stig.

Agnar Smári Jónsson á Hlíðarenda í dag.
Agnar Smári Jónsson á Hlíðarenda í dag. Ljósmynd/Árni Torfason
Valur 28:32 Haukar opna loka
60. mín. Agnar Smári Jónsson (Valur) skoraði mark Björgvin nær til boltans en kemur þó ekki í veg fyrir mark.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert