Gísli fór úr axlarlið

Gísli Þorgeir Kristjánsson á HM í Egyptalandi í janúar.
Gísli Þorgeir Kristjánsson á HM í Egyptalandi í janúar. AFP

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, fór úr axlarlið í leik með Magdeburg gegn Füchse Berlín í gær.

Kristján Arason, faðir Gísla og fyrrverandi landsliðsmaður, staðfesti þetta við Vísi í dag og sagði að honum hefði verið kippt aftur í lið af lækni en hann þyrfti að fara í aðgerð og hefði verið á spítala í nótt.

Gísli hefur glímt við meiðsli í öxl á undanförnum árum og tvívegis verið frá keppni í talsverðan tíma af þeim sökum. Ekki liggur fyrir hve löng fjarveran verður að þessu sinni en hætt er við að hann spili ekki meira á þessu tímabili í Þýskalandi og verði ekki með landsliðinu í þeim leikjum sem eftir eru í undankeppni EM í vor.

mbl.is