„Verður mín brattasta brekka hingað til“

Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist illa á sunnudaginn.
Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist illa á sunnudaginn. AFP

Gísli Þorgeir Kristjánsson, vinstri skytta þýska 1. deildarliðsins Magdeburg og íslenska landsliðsins í handknattleik, segir nýjustu axlarmeiðslin sem hann varð fyrir um helgina vera þau erfiðustu sem hann hafi orðið fyrir hingað til en að hann muni sigrast á þeim.

„Eftir öll mín axlarmeiðsli undanfarin þrjú ár varð ég því miður fyrir þeim leiðindum að fara úr axlarlið í gær og mun ég þurfa að fara í aðgerð enn eina ferðina. Verður þetta mín brattasta brekka hingað til og ætla ég að snýta henni. Takk fyrir allan stuðninginn og kveðjurnar,” skrifaði Gísli á Instagram-aðgangi sínum í gær.

Hann hef­ur glímt við meiðsli á hægri öxl á und­an­förn­um árum og tví­veg­is verið frá keppni í tals­verðan tíma af þeim sök­um. Ekki ligg­ur fyr­ir hve löng fjar­ver­an verður að þessu sinni en hætt er við að hann spili ekki meira á þessu tíma­bili í Þýskalandi og verði ekki með landsliðinu í þeim leikj­um sem eft­ir eru í undan­keppni EM í vor.

Á sunnudaginn fór Gísli hins vegar úr vinstri axlarlið. „Ég trúi því ekki að þetta hafi gerst aftur. Þetta verður erfiðasta verkefni handboltaferils míns hingað til. En ég mun sigrast á þessu og kem sterkur til baka,“ skrifaði hann einnig á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert