Barcelona örugglega áfram í Meistaradeildinni

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Barcelona

Spænsku meistararnir í Barcelona eru komnir áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar karla í handknattleik en norska liðið Elverum reyndist lítil hindrun fyrir Börsunga. 

Barcelona sló Elverum út í 16-liða úrslitum 76:44 samanlagt. Barcelona þurfti ekki á stjörnuleik frá Aroni Pálmarssyni að halda að þessu sinni og vann síðari leikinn í dag 39:19. 

Aron skoraði 1 mark og gaf eina stoðsendingu en meira mun vafalítið mæða á Aroni þegar lengra líður á keppnina. 

mbl.is