Hættir eftir Ólympíuleikana

Bjarte Myrhol hættir eftir Ólympíuleikana.
Bjarte Myrhol hættir eftir Ólympíuleikana. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Handknattleiksmaðurinn norski Bjarte Myrhol leggur skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, en Noregur mun keppa í handknattleik í karlaflokki á Ólympíuleikunum í fyrsta skipti frá 1972.

Myrhol, sem er 38 ára, hefur glímt við veikindi og meiðsli að undanförnu, en hann er nú heill heilsu og klár í slaginn fyrir leikana. 

Hann hefur undanfarin sex ár leikið með Skjern í Danmörku en lék áður með Nordhorn, Rhein-Neckar Löwen og Veszprém. Þá hefur hann verið fyrirliði norska liðsins síðustu ár.

mbl.is