Löwen upp að hlið Flensburg

Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason og náðu báðir …
Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason og náðu báðir í tvö stig í dag. Ljósmynd/FPA

Rhein-Neckar Löwen fór upp að hlið Flensburg á toppi þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag með sigri á Nordhorn. 

Löwen lék á heimavelli og vann 30:26. Skoraði Ýmir Örn Gíslason eitt mark fyrir Löwen sem er með 36 stig. Flensburg hefur hins vegar aðeins leikið 20 leiki en Löwen 25 leiki. 

Melsungen er í 8. sæti með 25 stig eftir 21 leik. Liðið vann Essen 35:31 á heimavelli. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson stýrir liðinu og Arnar Freyr Arnarsson leikur með því en Arnar var ekki á meðal markaskorara í dag. 

Göppingen vann 31:30 útisigur á Balingen og er í 5. sæti með 33 stig. Oddur Gretarsson skoraði 2 mörk fyrir Göppingen. Gunnar Steinn Jónsson gaf eina stoðsendingu fyrir Göppingen en Janus Daði Smárason er á sjúkralistanum hjá Göppingen. Balingen er í 16. sæti, rétt fyrir ofan fallsæti, með 15 stig. 

Í 2. deildinni tapaði Gummersbach heldur óvænt fyrir Rimpar á útivelli, 28:24. Rimpar er í 10. sæti en Gummersbach í 2. sæti. Elliði Snær Viðarsson lék ekki með Gummersbach en Guðjón Valur Sigurðsson stýrir liðinu. 

mbl.is