Maksim ráðinn yfirþjálfari Gróttu

Maksim Akbachev.
Maksim Akbachev. Ljósmynd/Grótta

Maksim Akbachev hefur verið ráðinn yfirþjálfari handknattleiksdeildar Gróttu og tekur hann við af Hákoni Bridde sem hefur verið ráðinn í sams konar starf hjá HK.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins. Maksim hefur þjálfað hjá Gróttu frá því á síðasta ári en hann hefur áður þjálfað hjá Val og Haukum og m.a. stjórnað U17 ára drengjalandsliði Íslands.

mbl.is