Bjarni og félagar unnu fyrsta leik í undanúrslitum

Bjarni Ófeigur Valdimarsson.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðin Skövde og Kristianstad mættust í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitunum um sænska meistaratitilinn í handknattleik í dag. Skövde vann 25:22-heimasigur en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson spilar með liði Skövde en hann komst ekki á blað í dag. Ólafur Andrés Guðmundsson var drjúgur fyrir gestina, skoraði sex mörk, og Teitur Örn Einarsson skoraði tvö.

Deildarmeistarar Sävehof mæta Lugi í hinu undanúrslitaeinvíginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert