Haukar bæta við sig skyttu

Ásta Björt Júlíusdóttir hefur samið við Hauka.
Ásta Björt Júlíusdóttir hefur samið við Hauka. Ljósmynd/Haukar

Handknattleikskonan Ásta Björt Júlíusdóttir hefur gert samning við Hauka til næstu þriggja ára en hún kemur til liðsins frá uppeldisfélagi sínu íBV.

Ásta er 22 ára örvhent skytta sem getur einnig spilað stöðu hornamanns en hún hefur skorað 43 mörk í úrvalsdeildinni í vetur fyrir ÍBV. Haukar sögðu frá félagsskiptunum á samfélagsmiðlum í gær.

Haukar sitja í 5. sæti Olísdeildarinnar eftir 12 umferðir með 11 stig, þremur stigum á eftir ÍBV í 4. sætinu.

mbl.is