Efsta deild kvenna óbreytt

Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Kristín Guðmundsdóttir í leik HK og …
Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Kristín Guðmundsdóttir í leik HK og KA/Þórs í Olís-deild kvenna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrirkomulag efstu deild kvenna á Íslandsmótinu í handknattleik verður óbreytt en Ársþing HSÍ fór fram í dag með hjálp fjarfundarbúnaðar. 

Fyrir þinginu lá tillaga frá HK um að fjölga liðum í efstu deild kvenna en tillögunni var vísað frá eftir talsverðar umræður. 

Átta liða leika í efstu deild kvenna, Olís-deildinni, og er útlit fyrir að svo verði áfram. Eftir miklar umræður um stöðu íþróttarinnar hérlendis í kvennaflokki var ákveðið að felsa stjórn HSí að skipa nefnd sem á að móta stefnu til framtíðar varðandi kvennahandboltann. 

Ein breyting varð á stjórn HSÍ. Kosið var á milli þeirra Ingu Lilju Lárusdóttir og Daða Hafþórssonar til að gegna formennsku í fræðslu og útbreiðslunefndar sem jafnframt er stjórnarsæti. Var Inga Lilja kjörin. 

Guðmundur B. Ólafsson var einn í framboði til formanns. 

Guðmundur B. Ólafsson, verður áfram formaður HSÍ. Með honum á …
Guðmundur B. Ólafsson, verður áfram formaður HSÍ. Með honum á myndinni er Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna en ársþingið samþykkti að skipuð verði nefnd sem móti stefnu til framtíðar hjá konunum í handboltanum hérlendis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert