Hættir eftir 21 ár í meistaraflokki

Hörður Fannar Sigþórsson í kunnuglegri stöðu.
Hörður Fannar Sigþórsson í kunnuglegri stöðu. mbl.is/hag

Þórsarinn Hörður Fannar Sigþórsson er hættur handknattleiksiðkun eftir tuttugu og eitt tímabil í meistaraflokki. 

Hörður Fannar mun hafa lýst þessu yfir á Facebook-síðu sinni en Handbolti.is segir frá tíðindunum í kvöld. 

Hörður Fannar lék með Þór, Akureyri og HK hér heima en hefur búið síðustu níu árin í Færeyjum og leikið með Kyndli, Klaksvík og KÍF frá Kollafirði. Auk þess lék hann um tíma með Aue í Þýskalandi. 

Hörður er línumaður og öflugur varnarmaður og lék með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert