Góðar skyttur og agaður sóknarleikur

Ragnheiður Júlíusdóttir er komin til Slóveníu með íslenska landsliðinu.
Ragnheiður Júlíusdóttir er komin til Slóveníu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikirnir mikilvægu gegn Slóveníu í undankeppni HM kvenna í handknattleik eru nú handan við hornið. Á morgun mætast Slóvenía og Ísland í Slóveníu og aftur á Ásvöllum í Hafnarfirði á miðvikudaginn. Leikirnir hafa mikla þýðingu því liðið sem sigrar tekur þátt í lokakeppni HM á Spáni í desember en liðið sem tapar er úr leik.

Nokkuð er um liðið síðan kvennalandsliðið lék á stórmóti og gerði það síðast á EM árið 2012. Ísland hefur einu sinni komist á HM kvenna en það var í Brasilíu árið 2011. Þá gekk íslenska liðinu vel og komst í 16-liða úrslit. Lagði til að mynda Svartfjallaland að velli sem sumarið eftir lék til úrslita á Ólympíuleikunum í London.

„Við erum orðnar mjög spenntar fyrir leiknum. Æfingaálagið undanfarið hefur verið mikið og við erum bara spenntar fyrir því að mæta Slóveníu. Það verður áhugavert að sjá hvar við stöndum gagnvart Slóveníu og við ætlum okkur góð úrslit eftir leikina tvo,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir þegar Morgunblaðið tók hana tali á landsliðsæfingu á miðvikudaginn. Eins og fram hefur komið hefur íslenska liðið fengið ágætan tíma til að stilla strengina. Fyrst lék liðið þrjá leiki í forkeppninni á dögunum en þeir fóru fram í Norður-Makedóníu. Í framhaldinu hefur liðið getað æft saman hérlendis á undanþágu frá yfirvöldum. Segja má að sá tími sem liðið hefur haft hafi komið sér vel því á síðustu árum hefur liðið leikið fáa landsleiki, meðal annars vegna heimsfaraldursins.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert