Aron frá Barcelona til Danmerkur

Aron Pálmarsson er landsliðsfyrirliði.
Aron Pálmarsson er landsliðsfyrirliði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun skipta úr Barcelona á Spáni og yfir í Álaborg í Danmörku eftir leiktíðina. Mun hann gera þriggja ára samning við Álaborg að sögn TV2 í Danmörku.

Álaborg ætlar sér stóra hluti á komandi árum því liðið hefur þegar samið við dönsku stórstjörnuna Mikkel Hansen. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Aron hefur leikið með sigursælu liði Barcelona frá árinu 2017, en þar á undan lék hann með stórliðunum Veszprém í Ungverjalandi og Kiel í Þýskalandi. Hjá Kiel varð hann fimm sinnum þýskur meistari og tvisvar Evrópumeistari og í Ungverjalandi vann hann tvöfalt þar í landi tvö ár í röð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert