Ljónin upp að hlið toppliðsins

Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk.
Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk. AFP

Rhein-Neckar Löwen hafði betur gegn Hannover Burgdorf á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld, 33:28. Með sigrinum fór Löwen upp í 40 stig og upp að hlið Flensburgar í toppsætinu.

Staðan í hálfleik var 15:14 og var Löwen mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk fyrir Löwen, en Jannik Kohlbcher var markahæstur með ellefu mörk.

Núverandi staða Löwen gefur ekki rétta mynd af deildinni því liðið hefur spilað 27 leiki, fimm leikjum meira en Flensburg og Kiel, en Kiel er í þriðja sæti með 39 stig. Þá er Magdeburg með 36 stig eftir 24 leiki og Göppingen með 33 stig eftir 23 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert