Aron spænskur meistari

Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson varð í kvöld spænskur meistari með Barcelona en liðið hefur unnið fyrstu tuttugu og átta leikina í deildinni á keppnistímabilinu. 

Liðið er nú þegar með þrettán stiga forskot á Bidasoa sem er í öðru sæti og er Barcelona með 420 mörk í plús. 

Barcelona í kvöld á móti Puente Genil og vann stórsigur 37:21. Skoraði Aron eitt mark í leiknum. 

mbl.is