Nýtt Evrópustórveldi í uppbyggingu?

Aron Pálmarsson er sagður vera að ganga til liðs við …
Aron Pálmarsson er sagður vera að ganga til liðs við Aalborg í Danmörku. Ljósmynd/Barcelona

Handknattleikslið Álaborgar hefur unnið danska meistaratitilinn undanfarin tvö tímabil og stefnir að því að verja hann á yfirstandandi tímabili. Félagið virðist þó ekki ætla að láta sér nægja að vera besta lið Danmerkur. Liðstyrkurinn sem von er á í sumar og sumarið þar á eftir gefur það sterklega til kynna að stefnan sé tekin á að festa sig í sessi sem eitt af stórveldum Evrópu.

Nú þegar hefur verið tilkynnt um komu þriggja sterkra leikmanna, sem allir koma úr þýsku 1. deildinni og ganga til liðs við Álaborg í sumar. Sænski línumaðurinn Jesper Nielsen kemur til liðsins frá Rhein-Neckar Löwen, norski hægri hornamaðurinn Kristian Björnsen frá Wetzlar og danska hægri skyttan Martin Larsen frá Leipzig.

Um helgina greindi danska sjónvarpsstöðin TV2 svo frá stærstu félagaskiptum sumarsins; Arons Pálmarssonar frá Barcelona til Álaborgar. Aron er sagður munu ganga til liðs við Danmerkurmeistarana eftir núverandi tímabil og skrifa undir þriggja ára samning. Félögin eiga þó eftir að staðfesta tíðindin.

Auk þessa gífurlega liðstyrks nú í sumar mun Mikkel Hansen ganga til liðs við félagið sumarið 2022 frá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain. Þá er uppi hávær orðrómur um að Mads Mensah Larsen muni yfirgefa þýska 1. deildar liðið Flensburg til að ganga í raðir Álaborgar sumarið 2022.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »