Ákvörðunin sýnir metnað

Aron Pálmarsson yfirgefur Barcelona í sumar eftir fjögurra ára dvöl.
Aron Pálmarsson yfirgefur Barcelona í sumar eftir fjögurra ára dvöl. Ljósmynd/Barcelona

Danska félagið Álaborg virðist ætla að hrista hressilega upp í „valdajafnvæginu“ í handboltaheiminum í Evrópu. Álaborg fær til sín Mikkel Hansen frá París St. Germain og Aron Pálmarsson frá Barcelona á næsta tímabili.

Morgunblaðið hafði samband við Arnór Atlason sem er aðstoðarþjálfari Álaborgar og hann er skiljanlega ánægður með að fá Aron Pálmarsson til liðsins.

„Aron verður að sjálfsögðu í áhrifamiklu hlutverki. Þegar maður með svona feril kemur til liðsins þá verður hann í lykilhlutverki. Aron getur spilað hvort heldur sem skytta eða leikstjórnandi. Hann kemur sjálfsagt til með að leysa báðar stöður enda er það einn af hans kostum. Hann verður viðbót við gott lið. Liðið er mjög fínt eins og það er í dag. Við áttum marga leikmenn á HM í janúar og liðið mun klárlega styrkjast enn frekar með komu Arons.

Við vorum komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra og áttum að mæta Portó þegar því var aflýst og nú erum við komnir í 8-liða úrslit. Okkur langar rosalega að stíga það skref að komast til Kölnar í úrslitahelgina. Þótt við séum glettilega nálægt því í dag þá gerum við okkur grein fyrir því að við þurfum að styrkja okkur til að eiga möguleika á því á hverju ári. Þá getum við ekki alltaf misst okkar bestu menn frá okkur,“ sagði Arnór og neitar því ekki að hann hafi átt hlut að máli þegar Álaborg nældi í íslenska landsliðsfyrirliðann.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »