Tíu marka sigur gegn Ísrael

Elvar Örn Jónsson sækir að varnarmönnum Ísraela.
Elvar Örn Jónsson sækir að varnarmönnum Ísraela. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Ísland sigraði Ísrael 39:29 síðasta leik sínum í riðli 4 í undankeppni EM karla í handknattleik. Sæti Íslands á EM er tryggt en lokakeppnin fer fram í janúar 2022. 

Íslenska liðið var þegar komið á EM og endar í öðru sæti riðils 4 á eftir Portúgal, sem er sömuleiðis búið að tryggja sér sæti á EM. Portúgal lék í dag gegn Litháen og vann fimm marka sigur eftir jafnan leik. 

Á heildina litið afgreiddi íslenska liðið leikinn fagmannlega. Liðið byrjaði af krafti og komst í 5:1 og 9:4 sem dæmi. Fyrir vikið kviknaði aldrei von að ráði hjá Ísraelsmönnum um að ná í óvæntan sigur í Hafnarfirði. Gestirnir gáfust þó ekki upp og reyndu að minnka muninn eins og þeir gátu í síðari hálfleik. 

Að loknum fyrri hálfleik var staðan 21:14 en mest var forskotið 19:10 í fyrri hálfleik. Um tíma í síðari hálfleik gátu Ísraelsmenn minnkað muninn niður í fimm mörk en tókst ekki. Íslendingar ýttu aftur á bensíngjöfina og unnu með tíu marka mun.  

Leikurinn var sá þriðji hjá liðinu á skömmum tíma en á dögunum lék liðið útileiki gegn Ísrael og Litháen. Eftir tvo leiki og tilheyrandi ferðalög var vafalaust kærkomið fyrir leikmenn og landsliðsþjálfarann að nýta leikmannahópinn vel í dag. Var það gert og allir leikmenn Íslands komu við sögu. 

Ísland 39:29 Ísrael opna loka
60. mín. Ben-Saadon (Ísrael) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert