Hvað gerði Blær í pásunni?

Blær Hinriksson er illviðráðanlegur um þessar mundir.
Blær Hinriksson er illviðráðanlegur um þessar mundir. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Blær Hinriksson leikmaður Aftureldingar hefur raðað inn mörkunum fyrir liðið í leikjunum tveimur sem Mosfellingar hafa spilað í Olís-deildinni í handknattleik eftir að keppni hófst að nýju eftir síðasta hlé vegna kórónuveirunnar. 

Blær hefur skorað 27 mörk í leikjunum tveimur en því miður fyrir Mosfellinga hefur það ekki nýst liðinu til að ná í stig. 

Blær skoraði 14 mörk úr 18 skotum þegar Afturelding tapaði 35:33 fyrir Stjörnunni í Garðabænum 24. apríl. 

Í kvöld skoraði Blær 13 mörk úr 15 tilraunum þegar Afturelding tapaði fyrir Haukum 33:25 í Hafnarfirði.  

Ekki liggur fyrir svar við spurningunni sem kastað er fram í fyrirsögninni en ljóst má vera að Blær hefur nýtt tímann vel þegar keppni í deildinni lá niðri.  

mbl.is