Spennandi lið hjá Álaborg næstu árin

Aron Pálmarsson hefur orðið landsmeistari í Þýskalandi með Kiel, í …
Aron Pálmarsson hefur orðið landsmeistari í Þýskalandi með Kiel, í Ungverjalandi með Veszprém og á Spáni með Barcelona. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson, fremsti handknattleiksmaður þjóðarinnar um þessar mundir, segist ekki hafa leitt hugann að því að yfirgefa Barcelona fyrr en forráðamenn Álaborgar settu sig í samband og kynntu honum sínar fyrirætlanir.

Tilkynnt var í síðasta mánuði að Aron hefði samið við Álaborg um að ganga í raðir félagsins í sumar þegar samningurinn við Barcelona rennur út.

„Þetta er mjög spennandi og nýtt fyrir mér. Á mínum atvinnumannsferli hef ég bara verið hjá liðum sem eru á meðal fimm bestu liða í Evrópu. Ég hef því ekki prófað áður sem atvinnumaður að vera hjá liði á Norðurlöndunum. En þegar þeir [forráðamenn Álaborgar] höfðu samband varð ég mjög áhugasamur.

Þeim tókst að selja mér þetta verkefni alveg hrikalega vel. Einnig er tilhlökkunarefni að spila í dönsku deildinni því það hefur aðeins vantað síðustu árin að spila í jafnri deild. Spænska deildin er ekkert alltof heillandi hvað það varðar. Ég er í rauninni alveg hrikalega spenntur fyrir þessu,“ sagði Aron þegar Morgunblaðið spjallaði við hann.

Eins og Aron vísar til hafa yfirburðir Barcelona verið miklir í spænsku deildinni. Um margra ára skeið hefur nánast verið formsatriði að liðið verði spænskur meistari. Ólíkt því sem var þegar þrjú stórlið börðust í deildinni, Ciudad Real og Portland San Antonio ásamt Barcelona. Ef farið er lengra aftur í tímann voru lið eins og Teka Santander og Bidasoa mjög sterk.

Gaf Börsungum svigrúm

Aron hefur verið hjá Barcelona frá árinu 2017 og liðið hefur á þeim tíma verið í hópi sterkustu liða í Evrópu. Fyrr á ferlinum hafði hann ljóstrað því upp að hann dreymdi um að spila fyrir félagið og sú varð raunin. Var ekki erfið ákvörðun fyrir hann að yfirgefa Barcelona?

„Jú það var það. Þeir [forráðamenn Barcelona] geta sjálfum sér um kennt ef út í það er farið vegna þess að þeir höfðu nægan tíma til að framlengja samninginn við mig. Þeir sofnuðu svolítið á verðinum. Reyndar er mikið í gangi í félaginu en ég spilaði alveg með þar og gaf þeim tíma til að skoða málin.

Viðtalið við Aron má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert