Var ekki í nokkrum vafa

Orri Freyr Þorkelsson í leik á Akureyri.
Orri Freyr Þorkelsson í leik á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Norska handknattleiksliðið Elverum tilkynnti í gær að það hefði samið við rétthenta hornamanninn Orra Frey Þorkelsson um að ganga í raðir félagsins fyrir næsta keppnistímabil. Orri mun ljúka tímabilinu með Haukum og heldur utan í sumar.

„Þetta kom inn á borð til mín á mánudaginn í síðustu viku. Þá hringdi umboðsmaðurinn í mig og sagði að þessi möguleiki gæti verið í stöðunni. Ég sagðist vera mjög spenntur og væri tilbúinn í þetta ef dæmið myndi ganga upp,“ sagði Orri Freyr þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Hann er á mála hjá umboðsskrifstofu í Danmörku sem sér um hans mál.

„Þetta vatt síðan upp á sig. Haft var samband við mig og menn fóru að tala saman sem endaði með því að ég skrifaði undir í gær [á miðvikudag],“ sagði Orri en einn samherja hans hjá Haukum, Þráinn Orri Jónsson, lék með Elverum og varð norskur meistari með liðinu. Margir Íslendingar hafa spilað með liðinu auk þess sem Axel Stefánsson þjálfaði liðið á fyrsta áratug aldarinnar. Orri segist ekki hafa ráðfært sig við aðra Íslendinga áður en hann skrifaði undir því orðspor félagsins sé gott.

Viðtalið við Orra í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »