Díana fór á kostum þegar Zwickau komst upp um deild

Díana Dögg Magnúsdóttir ásamt Rut Arnfjörð Jónsdóttur í leik með …
Díana Dögg Magnúsdóttir ásamt Rut Arnfjörð Jónsdóttur í leik með íslenska landsliðinu í handknattleik í síðasta mánuði. Þær urðu báðar deildarmeistarar í dag. Eggert Jóhannesson

Díana Dögg Magnúsdóttir átti frábæran leik með Sachsen Zwickau þegar liðið vann góðan 32:27 sigur á Lintfort í þýsku B-deildinni í handknattleik kvenna í dag. Sigurinn þýðir að Zwickau er búið að vinna B-deildina og þar með tryggja sér sæti í þýsku 1. deildinni.

Díana Dögg var næstmarkahæst í leiknum og skoraði sjö mörk, auk þess sem hún gaf tvær stoðsendingar, stal tveimur boltum og blokkaði eitt skot í vörninni.

Þegar Zwickau er búið að spila 25 leiki og á aðeins eftir er liðið með 45 stig.

Liðið í öðru sæti, Herrenberg, á tvo leiki eftir og getur mest náð 40 stigum og liðið í þriðja sæti, Berlín, á fjóra leiki eftir og getur mest náð 43 stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert