Alexander til liðs við Guðmund

Alexander Petersson gengur til liðs við Íslendingalið Melsungen í sumar.
Alexander Petersson gengur til liðs við Íslendingalið Melsungen í sumar. AFP

Alexander Petersson er búinn að semja við þýska 1. deildarliðið Melsungen, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari stýrir, og mun söðla um að loknu yfirstandandi leiktímabili með Flensburg í sömu deild.

Alexander gekk til liðs við Flensburg í janúar á þessu ári frá Rhein-Neckar Löwen og stoppar því stutt, en kaupin á honum voru hugsuð sem tímabundin lausn eftir að Franz Semper meiddist á hné.

Fyrir utan Guðmund Þórð þjálfara mun Alexander hitta fyrir Arnar Frey Arnarsson og þá mun Elvar Örn Jónsson sömuleiðis ganga til liðs við Melsungen frá Skjern í sumar.

Melsungen, sem er um þessar mundir í 9. sæti þýsku deildarinnar, er greinilega stórhuga fyrir næsta tímabil því portúgalska stórskyttan André Gomes mun einnig ganga til liðs við félagið í sumar frá Porto.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert