Tvíframlengt í fyrsta úrslitaleik

Bjarni Ófeigur Valdimarsson í leik með FH á síðasta tímabili.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson í leik með FH á síðasta tímabili. Eggert Jóhannesson

Það var gífurleg spenna í fyrsta leiknum í úrslitum um sænska meistaratitilinn í handknattleik í gærkvöldi.

Framlengja þurfti í tvígang til þess að knýja fram úrslit, þar sem Sävehof vann að lokum 38:37 sigur gegn Skövde.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikur með Skövde og tók þátt í naglbítnum í Sävehof í gærkvöldi en komst ekki á blað.

Annar leikur liðanna mun fara fram á laugardaginn kemur í Skövde.

mbl.is