ÍR knúði fram oddaleik

Úr leik hjá Gróttu fyrir nokkrum árum.
Úr leik hjá Gróttu fyrir nokkrum árum. Kristinn Magnúsosn

ÍR vann í kvöld nauman 23:22 sigur á Gróttu í Austurbergi í öðrum leik liðanna í umspili um að komast upp í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildina. Þar með munu liðin mætast í oddaleik.

Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi þótt Grótta hafi aldrei náð forystunni í leiknum.

Markahæst í liði ÍR var Ólöf Marín Hlynsdóttir með sex mörk.

Markahæst í leiknum var hins vegar Tinna Valgerður Gísladóttur hjá Gróttu með átta mörk. Þá skoraði Katrín Helga Sigurbergsdóttir fimm mörk.

Þá átti Karen Ösp Guðbjartsdóttir stórleik í marki þar sem hún varði 16 skot, sem er 43 prósent varsla.

Grótta hafði unnið fyrri leikinn 16:15 á Seltjarnarnesi og því mætast liðin í oddaleik, á þriðjudagskvöld sömuleiðis, á Seltjarnarnesi um hvort liðið muni spila við HK í úrslitaleiknum um sæti í Olísdeildinni.

mbl.is