Elvar og félagar töpuðu úrslitaleiknum

Elvar Ásgeirsson, þriðji frá hægri í efri röð, ásamt liðsfélögum …
Elvar Ásgeirsson, þriðji frá hægri í efri röð, ásamt liðsfélögum sínum í Nancy. Ljósmynd/Grand Nancy Métropole

Elv­ar Ásgeirs­son fé­lag­ar hans í franska hand­knatt­leiksliðinu Nancy töpuðu gegn Saran í úrslitaleik B-deildarinnar í dag, 36:31.

Tapið kemur ekki að sök þar sem lið Nancy var búið að tryggja sér sæti í frönsku efstu deildinni á næstu leiktíð. Það gerðu Elvar og félagar með því að leggja Pontault að velli í undanúrslitum umspilsins. Leikurinn í dag var aðeins úrslitaleikur deildarinnar, en bæði Nancy og Saran leika í efstu deild næsta vetur.

Elvar skoraði fimm mörk í leiknum úr sex skotum en alls skoraði hann 58 mörk á tímabilinu.

mbl.is